TEAM WOK ON


Til að vekja athygli og styðja við bakið á íþróttafólki okkar í fremstu röð, hófum við verkefnið TEAM WOK ON.⁠ Þar koma saman kraftmiklir einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vera miklar fyrirmyndir og keppa í mismunandi íþróttagreinum, hvort sem um er að ræða í einstaklings- eða hópíþróttum. Þau leggja allt undir til að ná árangri og hafa mörg hver varið öllum sínum tíma í íþróttina til að ná sem lengst í sinni grein. Til þess þarf mikinn andlegan og líkamlegan styrk. Við erum stolt af því að hafa þessar glæsilegu fyrirmyndir í okkar liði og hlökkum til að fylgjast með þeim. ⁠


Wok On - Hollur Asískur Matur

 

PANTA

LOGI TÓMASSON

FÓTBOLTI

Logi braut sér leið í aðallið Víkings Reykjavíkur árið 2018, þá aðeins 17 ára gamall, eftir að hafa æft fótbolta þar allt frá því hann man eftir sér. Síðan þá hefur hann verið fastamaður í liðinu og spilaði lykilhlutverk þegar Víkingur hampaði bæði Íslandsmeistaratitlinum og Mjólkurbikarnum árið 2021. Fylgdi liðið því síðan eftir með öðrum Mjólkurbikar árið eftir og var það jafnframt þriðji Mjólkurbikarinn sem Logi vann með Víking á fjórum árum, hefur hann á þeim tíma verið einn allra besti vinstri bakvörður landsins. Í fyrra lék Logi sína fyrstu tvo A-landsleiki fyrir Ísland og nú í lok sumars skrifaði hann undir samning við norska félagsliðið Strömsgodset.


Samhliða því að vera framúrskarandi fótboltamaður er Logi einnig vel að sér í tónlist. Árið 2019 gaf hann út plötu undir nafninu Luigi. Platan sló algjörlega í gegn og hefur tónlistaferill hans ekki hætt að skína síðan. Í sumar gaf hann út lagið Skína, með Patrik Atlasyni, sem fór beinustu leið á toppinn.


Við erum stolt að hafa Loga í TEAM Wok On!

BIRTA LÍF ÞÓRARINSDÓTTIR

CROSSFIT

Birta Líf hóf aðeins 8 ára gömul að stunda fimleika. Frá aldrinum 12-15 ára vann hún nokkra Íslandsmeistaratitla ásamt því að taka þátt á Norðurlandamóti. Árið 2017 byrjaði hún svo í Crossfit samhliða fimleikunum. Hún komst í úrvalshóp fyrir landsliðið í fimleikum á sama tíma og hún komst inn í heimsleikana í Crossfit árið 2018. Á þeim tímapunkti var ljóst að ekki væri hægt að sinna báðum greinunum að krafti og valdi hún þá Crossfit. Birta Líf hefur náð hreint út sagt mögnuðum árangri og var hún meðal annars fyrsta íslenska stelpan til að taka þátt á heimsleikunum í unglingaflokki 14-15 ára. Nú æfir Birta Líf bæði Crossfit og ólympískar lyftingar og hefur keppt á mörgum mótum erlendis þar sem hún hefur unnið til verðlauna. Hún hefur jafnframt unnið nokkra Íslandsmeistaratitla í bæði Crossfit og ólympískum lyftingum ásamt því að vera Norðurlandameistari í lyftingum. Þá heldur hún einu norðurlandameti og ellefu Íslandsmetum.

Hún á 108kg í Clean&Jerk og 90kg í Snörun.
Við erum stolt að hafa Birtu Líf í TEAM Wok On!


ALDÍS KARA BERGSDÓTTIR

LISTSKAUTAR

Aldís Kara kemur frá Akureyri þar sem hún byrjaði aðeins 5 ára gömul að æfa skauta og hefur unnið til margra verðlauna síðan þá. Aldís náði því magnaða afreki að vera fyrst íslenskra skautara til að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga árið 2020 og svo Evrópumeistaramóti fullorðinna árið 2022. Á sínum magnaða ferli hefur hún slegið hvert metið á fætur öðru. Á Norðurlandamótinu árið 2020 hlaut hún hæstu einkunn sem íslenskur skautari hefur hlotið á Norðurlandamóti sem skilaði henni í 8.sæti í junor flokki á mótinu. Tveim árum seinna gerði hún svo gott betur og bætti sitt eigið met og hafnaði þá í 9.sæti í senior flokki sem er besti árangur Íslendinga á Norðurlandamóti. Aldís Kara var valin Skautakona ársins í fjórgang árin 2019, 2020, 2021 og 2022. Auk þess er hún margfaldur Íslandsmeistari og má með sanni segja að hún sé ein af okkar allra bestu skautadrottningum sem Ísland hefur alið. Því má segja að Aldís Kara sé mikil fyrirmynd og brautryðjandi í sinni íþrótt.

Við erum stolt að hafa Aldísi Köru í TEAM Wok On!

VALGARÐ REINHARDSSON

FIMLEIKAR

Valgarð eða Valli eins og hann er kallaður hefur æft áhaldafimleika í yfir 20 ár með liði sínu, Gerplu. Hann er 7faldur Íslandsmeistari ásamt því að vera lykilmaður í landsliði Íslands. Valli hefur á sínum ferli unnið til ótal verðlauna hér á Íslandi sem og á Norðurlanda og Norður-Evrópumótum. Hann var einnig fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að ná þeim ótrúlega árangri að komast í úrslit á stökki á Evrópumóti sem var í Glasgow 2018. Síðan ári seinna komst hann í úrslit á Heimsbikarmóti í Slóveníu, sem var fyrsta skipti sem íslenskur fimleikamaður hefur komist í úrslit a heimsbikarmóti. Í kjölfarið þessara afreka var hann valinn íþróttamaður Kópavogs og íþróttamaður UMSK í tvígang, bæði 2018 og 2019. Valli hefur tvisvar sinnum farið út sem fulltrúi Íslands á Evrpópuleikana. Í fyrra skiptið fór hann árið 2015 í Bakú og síðan í Minsk árið 2019 þar sem hann stóð sig gífurlega vel.

Valli stefnir á Ólympíuleikana í París á næsta ári 2024 og höfum við fulla trú á honum.

Við erum stolt að hafa Valla í TEAM Wok On!


KRISTÓFER ACOX

KÖRFUBOLTI

Kristófer byrjaði ungur að æfa fótbolta og körfubolta og æfði báðar íþróttir allt þar til hann var 15 ára gamall. Þá var hann valinn í U15 ára landslið Íslands í körfubolta og hefur má sanni segja sprungið út á þeim vettvangi. Kristófer spilaði öll uppvaxtarárin með KR en eftir útskrift úr menntaskóla lá leið hans til Furman University í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum þar sem hann dvaldi í 4 ár, stundaði nám og spilaði í háskólaboltanum. Árið 2017 kemur Kristófer aftur heim þar sem hann verður Íslandsmeistari með KR í hvorki meira né minna en þrjú ár í röð. Ekki nóg með það heldur var hann einnig kosinn besti leikmaður deildarinnar í tvígang. Í lok árs 2020 færir Kristófer sig um set og byrjar að spila með Val. Þar verður hann svo Íslandssmeistari árið 2022 ásamt því að vera kosinn besti leikmaður tímabilsins. Á sama tíma hefur Kristófer leikið lykilhlutverk í Íslenska landsliðinu þar sem hann hefur spilað yfir 50 leiki.

Við erum stolt að hafa Kristófer Acox í TEAM Wok On!

IRMA GUNNARSDÓTTIR

FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR

Irma hóf að æfa frjálsar íþróttir þegar hún var 11 ára gömul. Hún hefur síðan þá náð glæsilegum árangri og á að baki stórkostlegan feril. Þessi 25 ára landsliðskona úr FH keppir bæði í langstökki

og þrístökki. Í þeim greinum er hún hvorki meira né minna en fjórfaldur Íslandsmeistari. Jafnframt

á Irma besta afrek kvenna í báðum þeim greinum.

Í lok árs 2022 stökk hún 13,13 metra í þrístökki innanhúss í stökkmóti FH í Kaplakrika. Með því sló Irma 25 ára gamalt Íslandsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur sem þá var 12,83 metrar.

Í janúar 2023 bætti Irma síðan sitt eigið Íslandsmet (13,36m) og í maí 2023 bætti hún Íslandsmet utanhúss (13,40m) 


Við erum stolt að hafa Irmu í TEAM Wok On!

ÍSAK SNÆR ÞORVALDSSON

FÓTBOLTI

Ísak Snær byrjaði 6 ára gamall að æfa fótbolta með Aftureldingu. Hæfileikarnir fóru ekki framhjá mörgum og aðeins 14 ára gamall fékk hann samning hjá enska liðinu Norwich þar sem hann spilaði í 4 ár. Í framhaldinu spilaði hann á láni með Fleetwood í ensku 1.deildinni allt þar til heimsfaraldurinn skall á og stöðva þurfti mótið. Nokkru síðar lá leið hans í skosku úrvalsdeildina þar sem hann spilaði með St. Mirren áður en hann hélt svo heim til Íslands. Hér heima lék hann í fyrstu með ÍA þar sem hann fékk verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu. Eftir eitt og hálft tímabil með Skagamönnum færði Ísak sig í Kópavoginn til lið Breiðabliks þar sem hann lék með liðinu sumarið 2022. Þar lék hann við hvern sinn fingur og var nær óstöðvandi á tímabilinu en liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum nokkuð sannfærandi. Ísak skoraði 13 mörk í 19 leikjum og var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins. Í kjölfarið var hann keyptur af norska stórliðinu Rosenberg þar sem hann spilar nú. Í nóvember 2022 lék Ísak sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið og hefur nú leikið 4 leiki samtals.

Við erum stolt að hafa Ísak Snæ í TEAM Wok On!

Share by: